Fréttir

Vetraropnun

On september 14, 2015, in Uncategorized, by thingborg
0

Nú hefur vetraropnun í Ullarverslunnni í Þingborg tekið við. Nú er opið alla fimmtudaga, föstudaga og laugardaga. Sjá opnunartíma hér til hægri á síðunni.

Winter opening has now taken place in Þingborg Wool Workshop, see opening hours here on the website.

 

 

Ný sending frá Louet.

On ágúst 17, 2015, in Uncategorized, by thingborg
0

Við vorum að fá nýja sendingu frá Louet í Hollandi, rokka og ýmislegt fleira. Fengum einnig varahluti í rokka sem spurt hefur verið um undanfarið, t.d. inndráttarstilli, brass-sæti fyrir hnokkatré, petalafestingar við hjól, rokksnúrur og fl. Sendum í pósti.

 

Það hefur verið mikil umferð ferðafólks í Þingborg undanfarið, góð verslun og almenn ánægja fólks með úrvalið og gæði þeirrar vöru sem seld er í búðinni. Við kappkostum að eiga gott úrval af peysum og annari prjónavöru og sláum ekki af gæðum þó mikið sé að gera. Einnig eru til sölu Álafoss-teppi, gærur frá Íslensku sjávarleðri á Sauðárkróki og eru nýkomnar sendingar frá þessum aðilum. Eigum allar prjónabækur frá Ístex auk ýmissa annarra, t.d. Lopalist, auk eldri bóka. Þingborgarlopinn og bandið er alltaf til, auk þess jurtalitað band og skrautband sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Peysuuppskriftir eftir Þingborgarkonur og margt fleira.

There have been a heavy traffic for the last weeks, many travellers are coming to visit our shop to explore what we have to offer. We have a good selection of lopi-sweaters in very good quality and also hats, mittens and much more. We also have blankets made of Icelandic wool,  lambskins from a factory in Sauðárkrókur. We offer knitting kits; for sweaters, for both children and adults, baby-blankets, hats and fingerless gloves. Lopi and yarn, hand dyed yarn, knitting books, knitting pins and crochet needles. New patterns in the shop and a free sweater-pattern is here on the website, both in Icelandic and English.

 

Peysuuppskrift/Sweater-pattern

On júní 11, 2015, in Uncategorized, by thingborg
0

Við vekjum athygli á því að sett hefur verið ein peysuuppskrift á heimasíðuna. Hún er bæði á ensku og íslensku og til frjálsra nota fyrir alla. Eins er uppskrift að sokkum á síðunni. Fleiri uppskriftir verða settar inn næstu mánuði, fylgist með.

There is one sweater-pattern on the website in both Icelandic and English, for free use. Also a pattern of socks. There will be more to come in the future.

 

 

Aðalfundur Þingborgar svf.

On maí 28, 2015, in Uncategorized, by thingborg
0

Aðalfundur Þingborgar svf verður fimmtudaginn 4. júní kl. 15.30 í Gömlu Þingborg. Venjuleg aðalfundarstörf. Á næsta ári verða 25 ár frá því ullarverslunin var opnuð í Gömlu Þingborg og af því tilefni er í bígerð að fara í afmælisferð út fyrir landsteinana. Það ásamt öðru verður líka rætt á fundinum. Fjölmennum á aðalfundinn á fimmtudaginn, en allar götur frá því félagið var stofnað, hefur verið hittst nánast alla fimmtudaga og það er alltaf jafn endurnærandi og eflir andann.

 

Fjör í Flóa.

On maí 27, 2015, in Uncategorized, by thingborg
0

Helgina 29-31. maí verður Fjör í Flóa og þar tekur Ullarvinnslan í Þingborg fullan þátt. Laugardag og sunnudag verður litun, spuni, kynning á nýjum lopapeysumynstrum frá Þingborgarkonum  og fl. Það verður opið 10.00-16.00 alla dagana, full búð af fallegu ullarhandverki, einstakt peysuúrval.

Ný mynstur verða kynnt og hér sjást tvö þeirra. Þau eru bæði eftir Anne Hansen og eru útfærð af Margréti Jónsdóttur.

Icelandic sweaterIcelandic

 

Nýkomin sending af peysum, úrvalið hefur aldrei verið meira í versluninni, sjón er sögu ríkari. Nánari upplýsingar um peysurnar er að finna á facebook/thingborgull

We offer a great selection of lopi-sweaters in our shop in Þingborg. 25 new sweaters today, new patterns and new designs. Further information about the sweaters are on facebook/thingborgull.

Icelandic wool

Lopi sweater.

Lopi sweater.

Icelandic lopi sweater.

Icelandic wool.

Icelandic sweater.

Icelandic wool

Icelandic lopi sweater.

Icelandic wool.

Lopi sweater.

Lopi sweater

Icelandic wool

 

Úrval af fallegri prjónavöru.

On apríl 27, 2015, in Uncategorized, by thingborg
0

Það er frábært úrval af vörum í Þingborg, alltaf eitthvað nýtt að koma, alltaf nýjar myndir á facebook síðunni, sjá tengil hér á síðunni. Lítið við, það er opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga, sjá opnun hér á heimasíðunni og á facebook-síðu okkar.

We have a great selection of fabulous wool products, always something new each week. Open Thursdays, Fridays and Saturdays, read about our opening time here on the website and on facebook/thingborgull

Icelandic wool

Prjón- og heklpakkningar
Knitting and crochet kits

Icelandic wool

Þæfð epli
Felted apples

Icelandic wool sweater

Úrval af peysum
Great selection of sweaters

Icelandic wool

Sokkar, vandaðir og góðir
Socks, thick and warm

Icelandic wool

Jurtalitað band.
Plant dyed wool yarn

Icelandic wool

Handspunnið band.
Hand spun yarn

 

Notaður rokkur

On febrúar 15, 2015, in Uncategorized, by thingborg
0
Louët S11 Julia rokkur

Louët S11 Julia rokkur

 

 

Höfum fengið í sölu notaðan rokk tveggja ára gamlan,
af gerðinni Julia S11 frá Louët.
Hægt er að fá frekari upplýsingar á opnunartíma verslunarinnar í síma 482-1027 og þess utan í s. 846-9287.

 

Opið allan veturinn – Winter opening

On janúar 29, 2015, in Uncategorized, by thingborg
0

Við minnum á opnunartíma Þingborgar, sjá hér á heimasíðunni og fésbókarsíðu okkar.

Full búð af fallegum vörum, nýr lopi og band, fallegar prjónavörur af ýmsu tagi. Prjón- og heklpakkningar, litað band og nýjar uppskriftir.

We would like to remind you about our winter opening hours, see here on our page or on facebook.

The store is full of beautiful wool products, new wool and yarn, knitting- and crochet kits, dyed yarn and new patterns.