Fréttir

Verslunarmannahelgin.

On ágúst 2, 2018, in Uncategorized, by thingborg
0

Það verður opið hjá okkur á laugardaginn eins og aðra laugardaga í sumar kl. 10.00-16.00. Lokað á sunnudaginn. Á mánudag verðum við með opið frá kl. 10.00-14.00. Starfsmaður verslunarinnar verður í fríi, en Margrét og Arnþrúður standa vaktina um helgina. Mikið úrval af peysum og annarri prjónavöru, frábært úrval af lituðu bandi og Þingborgar léttlopa sem er nýjung hjá okkur og svo er komin ný sending af lopa í hús.

The shop is open this weekend like always this summer, but we are closing earlier on Monday, three hours earlier then usual, at 14.00. We are offering a great selection of beautiful sweaters made of our super soft lopi, beautiful color dyed yarn and knitted garments of many kind.

Icelandic sweater

Litaður Þingborgarléttlopi frá Katrínu Andrésdóttur.
Lopi light color dyed by Katrín Andrésdóttir.

 

Á hverjum fimmtudegi hittumst við Þingborgarkonur, þannig hefur þetta verið frá upphafi. Við berum saman bækur okkar, sýnum hver annari hvað við erum að gera, fáum stuðning og hvetjum hver aðra og hrósum þegar það á við og rýnum til gagns.  Þessi frábæri hópur hefur sýnt það og sannað úr hverju hann er gerður, dásamlegar konur sem staðið hafa að þessu ævintýri sem hófst haustið 1990 með fyrsta ullarnámskeiðinu í Þingborg. Nú rekum við handverkshús í fremstu röð og úrvalið hefur aldrei verið meira af fallegum ullarvörum.

Each Thursday the Thingborg ladies gather together to support each other and simply to have fun. Being a part of such a great group of women and meeting them every week is invigorating and a vital part of life. We have been running the Wool shop since 1991 and the selection of sweaters and other knitted goods, yarn and many other beautiful things has never been better. Opening hours on the page to the right.

Icelandic sweater

Þórey í gæðanefnd að störfum.
Quality is the focus point in Thingborg.

Wool shop

Fimmtudagur í Þingborg.
Thursday in Thingborg.

Wool shop

Konur á fimmtudegi í Þingborg.
Thursday in Thingborg.

Wool shop

Dóruband teygir sig eftir veggnum í Þingborg.
Thingborgyarn, hand dyed by dóra Óskars.

Wool shop

Þingborgarband litað af Katrínu Andrésd.
Thingborgyarn colour dyed by Katrín.

Icelandic sweater

Fallega búðin okkar í Þingborg.
The beautiful Wool shop in Thingborg.

 

Nýr lopi í versluninni litaður af Katrínu Andrésdóttur.

Nwe lopi in the shop, colour dyed by Katrín Andrésdóttir

Icelandic wool.

Þessi fallegi lopi er kominn í verslunina.
New lopi in the shop.

 

Ullarverslunin í Þingborg er ein sú fallegasta af þessu tagi á landinu. Við höfum endurnýjar innréttingar undanfarið og verslunin er full af fallegum ullarvörum. Sérstaða okkar er lopinn sem er sérunninn fyrir okkur hjá Ístex. Litaða bandið okkar er til í mjög fjölbreyttu úrvali, en það eru þrjár konur í hópnum sem keppast við að lita, þær Arnþrúður Sæmundsdóttir, Halldóra Óskarsdóttir og Katrín Andrésdóttir. Katrín er einnig að lita Þingborgarlopann og það er mjög skemmtileg viðbót í flóruna. Sjón er sögu ríkari og það er gaman að sjá alla litaflóruna sem teygir sig eftir veggnum.

Icelandic wool

Anna Dóra með fallegt sjal frá Arnþrúði Sæm. Anna Dóra with a beautiful shawl.

DSC02056

Dóra að vinna í endurnýjum merkinga á bandinu sínu. Dóra working in the shop

The Wool shop in Thingborg is one of the most beautiful shops of this kind in Iceland. We specialize in natural colors and we have a great selection of hand dyed yarn, both dyed in natural way and by acid-colors.

Icelandic sweater.

Dóra og Anna Dóra með falleg sjöl úr Þingborgarbandi.
New shawls in the shop.

 

 

Nýtt útlit verslunar/ New look on the shop

On júní 21, 2018, in Uncategorized, by thingborg
0

Verslunin hefur fengið andlitslyftingu síðustu vikur. Nú er allt okkar band komið upp á vegg í stað þess að liggja í hillum. Nú er það mun sýnilegra og aðgengilegra.

Our shop has gone through renovation the last weeks and now the yarn is more accessible and is very beautiful on the walls. All our coloured yarn is hand dyed, most of it is naturally dyed, but we also have decorative yarn dyed with acid colours.

Icelandic wool

Litað Þingborgarband
Hand dyed yarn in shop

 

Ný sending af spunavörum

On september 19, 2017, in Uncategorized, by thingborg
0

Við erum nýbúnar að fá sendingu frá Louet í Hollandi, rokka, kamba og ýmsa fylgihluti, snældur í mörgum stærðum og fl. Ódýrasti rokkurinn er S 17 og kostar hann kr. 45.000- Verð á rokkum og fylgihlutum hefur lækkað mikið og nú er um að gera að nota sér það ef til stendur að fá sér rokk.

S 17 er með einu fótstigi, en er engu að síður mjög þægilegur. Olivia er kannski fallegasti rokkurinn og ljúft að spinna á hann eins og alla hina raunar. S 10  og Victoria hafa þann kost að hægt er að skipta út móðurstykkinu, hægt að fá þá bæði með Irish Tension og Scotch Tension, sem gefur meiri möguleika. Allir nema S17 eru með tveimur fótstigum, sem er óneitanlega þægilegt. Öllum rokkunum fylgja þrjár snældur og standur fyrir þær.

Svo eigum við Schacht-rokkinn, hann er algjör draumur en er dýrari kostur. Rokkurinn sem við eigum á lager heitir Flatiron spinning wheel og hann kostar kr. 149 000-.  Sjá www.schachtspindle.com

Wool sweater

S 10 kostar 84.500-

S17

S 17 kostar 45.000-

s80-olivia-louet

Olivia kostar kr. 89.000-

Victoria

Litli Victoria kostar kr. 93.000-

 

Peysur í úrvali. Great selection of sweaters.

On júní 25, 2017, in Uncategorized, by thingborg
0

 

Það er frábært úrval af peysum í versluninni í Gömlu Þingborg, sjón er sögu ríkari.

We offer a great selection of lopi-sweaters in the Wool shop in Gamla Thingborg.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Icelandic sweatersIcelandic sweaters

 

 

Víkingadagur við Þingborg.

On júní 25, 2017, in Uncategorized, by thingborg
0

Á Jónsmessudag þann 24. júní var haldinn Handverksdagur gamalla hefða við Gömlu Þingborg. Viðburðurinn tókst afar vel og ekki spillti gott veður fyrir upplifuninni. Þessi dagur hefur fest sig í sessi og er alltaf jafn skemmtilegur.

 

 

Icelandic sweaters

Veðrið lék við þátttakendur og gesti.

Icelandic sweaters

Margrét og Fanndís.

Icelandic sweaters

Guðný og Halldóra bökuðu brauð yfir eldi og Halldóra litaði band á hlóðum.

 

 

 

 

 

 

Fjör í Flóa. Spunadagar.

On maí 25, 2017, in Uncategorized, by thingborg
0

Á Fjöri í Flóa verða opnir spunadagar í Ullarvinnslunni. Laugardaginn 27. maí og sunnudaginn 28. maí verður opið frá kl. 10.00-16.00. Allir velkomnir til okkar að spinna, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Full búð af fallegum ullarvörum, úrvalið hefur aldrei verið meira, lítið við á leiðinni um Flóann um helgina.

 

Sumaropnun

On maí 18, 2017, in Uncategorized, by thingborg
0

22. maí tekur við sumaropnun Þingborgar, þá verður opið sex daga vikunnar, sjá nánar hér til hægri á síðunni. Nú er full verslun af fallegum vörum, úrval af peysum og annarri ullarvöru.

From 22. May the Wool shop will be open six days a week, further information here on the website to the right. The shop is full of beautiful wool products, sweaters and much more.