Fréttir

Nýtt útlit verslunar/ New look on the shop

On júní 21, 2018, in Uncategorized, by thingborg
0

Verslunin hefur fengið andlitslyftingu síðustu vikur. Nú er allt okkar band komið upp á vegg í stað þess að liggja í hillum. Nú er það mun sýnilegra og aðgengilegra.

Our shop has gone through renovation the last weeks and now the yarn is more accessible and is very beautiful on the walls. All our coloured yarn is hand dyed, most of it is naturally dyed, but we also have decorative yarn dyed with acid colours.

Icelandic wool

Litað Þingborgarband
Hand dyed yarn in shop

 

Ný sending af spunavörum

On september 19, 2017, in Uncategorized, by thingborg
0

Við erum nýbúnar að fá sendingu frá Louet í Hollandi, rokka, kamba og ýmsa fylgihluti, snældur í mörgum stærðum og fl. Ódýrasti rokkurinn er S 17 og kostar hann kr. 45.000- Verð á rokkum og fylgihlutum hefur lækkað mikið og nú er um að gera að nota sér það ef til stendur að fá sér rokk.

S 17 er með einu fótstigi, en er engu að síður mjög þægilegur. Olivia er kannski fallegasti rokkurinn og ljúft að spinna á hann eins og alla hina raunar. S 10  og Victoria hafa þann kost að hægt er að skipta út móðurstykkinu, hægt að fá þá bæði með Irish Tension og Scotch Tension, sem gefur meiri möguleika. Allir nema S17 eru með tveimur fótstigum, sem er óneitanlega þægilegt. Öllum rokkunum fylgja þrjár snældur og standur fyrir þær.

Svo eigum við Schacht-rokkinn, hann er algjör draumur en er dýrari kostur. Rokkurinn sem við eigum á lager heitir Flatiron spinning wheel og hann kostar kr. 149 000-.  Sjá www.schachtspindle.com

Wool sweater

S 10 kostar 84.500-

S17

S 17 kostar 45.000-

s80-olivia-louet

Olivia kostar kr. 89.000-

Victoria

Litli Victoria kostar kr. 93.000-

 

Peysur í úrvali. Great selection of sweaters.

On júní 25, 2017, in Uncategorized, by thingborg
0

 

Það er frábært úrval af peysum í versluninni í Gömlu Þingborg, sjón er sögu ríkari.

We offer a great selection of lopi-sweaters in the Wool shop in Gamla Thingborg.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Icelandic sweatersIcelandic sweaters

 

 

Víkingadagur við Þingborg.

On júní 25, 2017, in Uncategorized, by thingborg
0

Á Jónsmessudag þann 24. júní var haldinn Handverksdagur gamalla hefða við Gömlu Þingborg. Viðburðurinn tókst afar vel og ekki spillti gott veður fyrir upplifuninni. Þessi dagur hefur fest sig í sessi og er alltaf jafn skemmtilegur.

 

 

Icelandic sweaters

Veðrið lék við þátttakendur og gesti.

Icelandic sweaters

Margrét og Fanndís.

Icelandic sweaters

Guðný og Halldóra bökuðu brauð yfir eldi og Halldóra litaði band á hlóðum.

 

 

 

 

 

 

Fjör í Flóa. Spunadagar.

On maí 25, 2017, in Uncategorized, by thingborg
0

Á Fjöri í Flóa verða opnir spunadagar í Ullarvinnslunni. Laugardaginn 27. maí og sunnudaginn 28. maí verður opið frá kl. 10.00-16.00. Allir velkomnir til okkar að spinna, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Full búð af fallegum ullarvörum, úrvalið hefur aldrei verið meira, lítið við á leiðinni um Flóann um helgina.

 

Sumaropnun

On maí 18, 2017, in Uncategorized, by thingborg
0

22. maí tekur við sumaropnun Þingborgar, þá verður opið sex daga vikunnar, sjá nánar hér til hægri á síðunni. Nú er full verslun af fallegum vörum, úrval af peysum og annarri ullarvöru.

From 22. May the Wool shop will be open six days a week, further information here on the website to the right. The shop is full of beautiful wool products, sweaters and much more.

 

Sumardagurinn fyrsti

On apríl 9, 2017, in Uncategorized, by thingborg
0

Gleðilegt sumar.

Búðin er opin í dag frá 10.00-16.00.

Nú er verslunin full af fallegum vörum, mikið úrval af peysum og annarri fallegri prjónavöru ásamt ýmsu öðru, m.a. frábært úrval af jurtalituðu bandi.

Open today, Thursday from 10.00-16.00.

Great selection of knitted garments and other handcrafts in highest quality.

Lopi sweater

Handspunnið band frá Lenu. Handspun yarn in beautiful colours.

Lopi sweater

Fullar hillur af jurtalituðu bandi. Great selection of plant dyed yarn.

Icelandic sweater

Jurtalitað band frá Dóru. Plant dyed yarn from Dóra.

 

Opið hús 3. desember 2016.

On nóvember 28, 2016, in Uncategorized, by thingborg
0

Laugardaginn 3. desember verður opið hús í Ullarvinnslunni og Gallery Flóa frá kl. 10.00-16.00. Í Ullarvinnslunni verður kynning á Bara-stuðningspúðum frá kl. 13.00-15.00, auk þess sem litun og önnur vinna verður í gangi. Í Gallery Flóa verður perlugerð og fleira skemmtilegt. Jólaglögg, smákökur og ljúf stemning í húsinu allan daginn. Fullt hús af fallegu og vönduðu handverki sem er tilvalið til jólagjafa.  Verið velkomin.

Wool product

Jólasveinarnir eru komnir.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Skemmtilegar bækur.

Lopapeysa

Úrval af peysum

Lpapeysa

Myndskreyttar og fóðraðar húfur.

Lopapeysa

Hettutreflar.

 

 

Lopapeysa

Barnapeysur.

 

 

Nýir rokkar.

On nóvember 28, 2016, in Uncategorized, by thingborg
0

Nú hefur Ullarvinnslan fengið umboð fyrir vörur frá Schacht, en það er Bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum tengdu handverki. Sjá www.schachtspindle.com. Nú eru fyrstu rokkarnir komnir til okkar og þessi verður til sýnis frá og með 1. desember og fram að jólum, en þá fer hann til nýs eiganda.

Wool product

Rokkur frá Schacht.

 

Peysusamkeppni Þingborgar, úrslit.

On júní 1, 2016, in Uncategorized, by thingborg
0

Ullarvinnslan í Þingborg í Flóahreppi fagnar 25 ára afmæli á árinu 2016 og af því tilefni efndiUllarvinnslan til peysusamkeppni. Úrslit voru kynnt laugardaginn 28. maí s.l. á sveitarhátíðinni Fjöri í Flóa.

Þema keppninnar var ,,Íslenska lopapeysan í nútíð og framtíð.“

Eftirfarandi kröfur þurfti að uppfylla til að taka þátt í þessari keppni og voru fyrirmælin þessi:

  • Peysurnar eiga að vera úr íslenskum lopa og eða bandi
  • Peysurnar verða að vera frumsamdar
  • Peysan eða mynstrið má ekki hafa birst opinberlega

Þátttakan í keppninni fór fram úr björtustu vonum, 74 peysur bárust í keppnina frá 45 þátttakendum. Þær voru mjög fjölbreyttar að gerð og lagi, flestar voru prjónaðar, en líka sást hekl og eins rússneskt hekl. Efnið var aðallega lopi af ýmsu tagi og einband, en nokkrar voru úr handspunnu bandi og ein var úr kambgarni.

Hönnuðum sem tóku þátt eru sendar bestu þakkir fyrir allar peysurnar sem bárust í keppnina. Það er ekkert endilega einfalt mál að senda frá sér peysu í keppni sem þessa, senda frá sér sitt höfundarverk sem nostrað hefur verið við bæði í hönnun og prjóni.   Það var einstaklega gaman að taka á móti þeim öllum, fjölbreytnin ótrúleg og margar gerðir. Hér eru myndir af verðlaunapeysunum, en allar peysur sem fengu verðlaun eða umsögn, auk nokkurra annarra, verða sýndar í Ullarversluninni í Gömlu Þingborg í sumar.

Dómnefnd skipuðu: Helga Thoroddsen vefjarefnafræðingur og prjónahönnuður, Guðrún Hannele Henttinen textílkennari og kaupmaður í Storkinum og Katrín Andrésdóttir dýralæknir og prjónahönnuður. Niðurstöður nefndarinnar voru eftirfarandi:

1.  sæti:

,,Amma löng“ Hekluð peysa

Höfundur: Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir, Reykjavík

Listin að hekla hefur gengið í endurnýjun lífdaga. Sérstaklega er ánægjulegt að fylgjast með unga fólkinu nýta þessa nánast

afskrifuðu aðferð til að skapa nýjar útgáfur af fatnaði og öðrum nytjahlutum.

Lopapeysa

Amma löng

Þessi peysa sýnir nýja og spennandi útfærslu á hefðbundnu lopapeysunni,

berustykkið í fallegu „lopapeysumynstri“, nostrað hefur verið við smáatriðin

og handbragðið vandað.

Peysan er því mjög góður fulltrúi fyrir framtíðina og unga handverksfólkið.

2. sæti.

,,Línurit“ Handspunnið og jurtalitað

Höfundur: Maja Siska, Skinnhúfu

Fyrir aldarfjórðungi var Þingborg í fararbroddi vakningar í ullarvinnslu. Handverksfólk um allt land fór að kanna

Lopapeysa

Línurit

möguleika íslensku ullarinnar og margir náðu mjög góðum tökum á spuna og jurtalitun.

Þessi peysa sýnir möguleikana á notkun á handspunnu bandi og jurtalituðu bandi. Óvenjulegt og skemmtilegt sniðið dregur fram sérkenni handspunna bandsins og jurtalitaða bandið grípur líka augað.

Peysan er því mjög góður fulltrúi fyrir líf og starf Þingborgar í aldarfjórðung.

3. sæti.

,,Flóastelpa“ Hefðbundin lopapeysa

Höfundur: Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir, Selfossi

Flestir eiga amk eina „hefðbundna“ lopapeysu. Þegar betur er skoðað þá er engin lopapeysa hefðbundin, sniðin breytast,

Lopapeysa

Flóastelpa

mynstrin og litavalið sömuleiðis. Ýmis smáatriði eins og stroff og hálsmál setja líka svip á peysurnar.

Þessi peysa sýnir lopapeysu eins og flestir vildu eiga, fallegt lágstemmt mynstur, litavalið smekklegt, hálsmálið fallegt og þægilegt og handbragðið til fyrirmyndar.

Peysan er því mjög góður fulltrúi fyrir fallegu lopapeysuna sem flestir vilja klæðast í dag.

3 peysur til viðbótar fengu aukaverðlaun:

Þórir

Höfundur: Rúna Gísladóttir, Seltjarnarnesi

Stílhrein en einnig nokkuð óvenjuleg og fallega hönnuð peysa þar sem saman fara góðar litasamsetningar og sterk grafísk munstur auk þess sem peysan er afar vel prjónuð. Flott snið og góður frágangur.

Sinfónía

Höfundur: Rúna Gísladóttir, Seltjarnarnesi

Afar metnaðarfull og fallega hönnuð peysa sem greinilega hefur verið lögð mikil vinna í. Flott munsturprjón og einstaklega fallegar litasamsetningar þar sem mildir jurtalitir fá að njóta sín til fulls. Óvenjuleg og eftirtektarverð peysa

Lopapeysa

Sinfónía, Þórir og Máni neðst á mynd

með aðeins gamaldags yfirbragði en sómir sér þó vel í nútímanum.

Máni

Höfundur: Eygló Lilja Gränz, Selfossi

Vel prjónuð peysa með flottu sniði. Litasamsetningar eru óhefðbundnar en ganga vel upp og gefa peysunni skemmtilegt yfirbragð. Gott samræmi í litavali, sniði, munstri og hönnun.