Breyttur opnunartími frá 9.október 2020

Vegna Covid19 höfum við ákveðið að draga saman opnunartíma verslunarinnar um óákveðinn tíma. Breytingar taka gildi strax í dag föstudaginn 9. október.

Opnunartími verður:

Fimmtudagar frá kl. 11.00-16.00
Föstudagar frá kl. 11.00-14.00
Laugardagar frá kl. 11.00-.14.00

Prjónakvöld fellur niður.

Prjónakvöld sem vera átti í Þingborg fimmtudagskvöldið 8. október fellur niður vegna Covid19. Ekki þykir forsvaranlegt að hóa fólki saman við þessar aðstæður, enda eru landsmenn hvattir til að hafa sem minnst samskipti sem ekki eru nauðsynleg. Við bara vonum að ástandið batni svo við getum haldið okkar striki í nóvember.