Úrslit í höfuðfat 2014!

Á morgun,  laugardaginn 31. maí kl. 14.00 verða tilkynnt úrslit í keppninni Höfuðfat 2014 í Ullarvinnslunni í Þingborg.

Fjölmörg höfuðföt af ýmsu tagi bárust í keppnina og á morgun verður einnig opnuð sýning á þeim öllum, sem verður opin í sumar á opnunartíma verslunarinnar. Sjón er sögu ríkari!

Missið ekki af þessum viðburði og mætið í Gömlu Þingborg kl. 14.00 á laugardag.