Helgina 29-31. maí verður Fjör í Flóa og þar tekur Ullarvinnslan í Þingborg fullan þátt. Laugardag og sunnudag verður litun, spuni, kynning á nýjum lopapeysumynstrum frá Þingborgarkonum og fl. Það verður opið 10.00-16.00 alla dagana, full búð af fallegu ullarhandverki, einstakt peysuúrval.
Ný mynstur verða kynnt og hér sjást tvö þeirra. Þau eru bæði eftir Anne Hansen og eru útfærð af Margréti Jónsdóttur.