Horn og bein

Það hefur færst í vöx að vinna tölur og ýmsa gripi úr hornum og beinum. Ýmist eru hreindýra-, elgs-, nautgripa-, eða kindahorn hreinsuð og slípuð til og síðan söguð þvert eða svolítið á skáann eða að litlar völur eru notaðar sem tölur og boraðar á þær passandi göt.

Margvísleg not má hafa að þessum efnivið einnig í skartgripi.

Oftast er náttúrulegur litur látinn njóta sín en einstöku sinnum eru bein lituð eins og gert var í gamla daga þegar leggir voru látir liggja í flórnum til að taka lit eða dýft í litunarpottinn með garninu.