Félagslíf

Frá upphafi hafa Þingborgarkonur haft opið hús og hist á fimmtudagseftirmiðdögum í Þingborgarhúsinu. Þar hafa þær unnið saman og gefið góð ráð gestum og gangandi eða þegið fræðslu frá öðrum.

Fyrir utan námskeið og vinnufundi er margt til skemmtunar.

Í byrjun aðventunnar er ætíð sungin Gilsbakkaþulan og stigið vikivakaspor við undirleik Inga Heiðmars Jónssonar og er sú skemmtun öllum opin.

Ferðir eru farnar og oft hafa þær tilgang svo sem að safna jurtum, fræðast, safna ull eða velja ull, taka þátt í samkeppnum eða fara á markaði í öðrum sveitarfélögum.

Fræðslufundir og námskeið fyrir hópa eru haldnir við og við.