Ull í fat

Ull í fat samkeppnin er haldin annað hvert ár og taka þátt í henni spunahópar víðs vegar af landinu – minnst hafa þeir verið tveir og mest fimm.

Hugmyndin kemur erlendis frá en er nú búin að öðlast hér fastan sess. Ýmist er byrjað að rýja kind og spunnið beint úr ullinni eða notuð kemd og lyppuð ull tilbúin til spuna.

Sá hópur sem vinnur hverju sinni býr til reglur fyrir næstu keppni. Byrjað var á einföldum peysum og sjölum en á síðari árum hefur fjölbreytnin í verkefnavalinu orðið meiri og hlutir eins og bikini, júgurhaldari fyrir bestu mjókurkúna og lambhúshetta verið það sem spunakonurnar þurftu að spreyta sig á.

Flýtirinn einn og sér dugir ekki því dæmt er út frá hugmyndaflugi og vandvirkni.