Stóra peysan

Árið 1994 var hafist handa um að prjóna það, sem átti eftir að verða stærsta peysa heims. Samanlagt munu 50 konur úr Þingborgarhópnum og frá Ullarselinu hafa unnið í 18 sólarhringa að peysunni.

Peysan hefur verið viðurkennd af heimsmetaskrá Guinness.

Peysunni var lokið í júlí 1996. 47 manns, konur og karlar komu að gerð hennar. Hún er öll gerð úr handspunnu bandi, 179 prjónuðum bútum og saumuð saman með svörtu.

Peysan er 25 fermetrar og jafnast á við 17 karlmannspeysur. Ermalengdin er 1.85 metrar. Síddin er 3 metrar. Fimmtán ullarreyfi hefðu farið í peysuna. Hún vegur 16.5 kg.