Í maí 2013 fóru fimm Þingborgarkonur til Skotlands. Ferðin var hluti af Evrópuverkefni sem við tókum þátt í, verkefni sem var styrkt af Grundtvig-sjóði ESB. Verkefnið var skammstafað ,,BOTH”, eða Beauty of Textile Handiwork. Auk okkar og handverksfólks í Skotlandi, voru einnig þátttakendur frá Slóvakíu. Markmið verkefnisins var að miðla þekkingu á handverki milli þessara landa og efla með þáttakendum sjálfstraust til að koma sér á framfæri og kynna sitt handverk.
Boðið var upp á námskeið og eins vorum við þáttakendur í opnum degi í safni í vesturhálöndum Skotlands, safnið heitir Auchindrain Township og er skammt frá bænum Inveraray, þar sem við gistum allan tímann sem við dvöldum í Skotlandi. Auchindrain er gamalt þorp og þar er safn gamalla húsa frá fyrri tíð. Einnig fórum við til eyjarinnar Mull, en þar heimsóttum við bæ þar sem rekið er fjárbú og einnig vefnaðarverksmiðja, Ardalanish Farm. Þar eru ofin fínustu tweed-efni og einnig seldur ýmis konar tilbúinn fatnaður og kinda- og nautakjöt.
Í bæ sem heitir Dalmally vorum við í tvo daga á námskeiðum, hjá Liz Gaffney og Graham Whaite, en þau búa á brautarstöðinni sem er niðurlögð sem slík. Þarna lærðum við að þæfa og ýmislegt annað.
Þetta voru stórkostlegir dagar í fallegu umhverfi og gaman að koma til Skotlands og kynnast landi og þjóð. Við náðum að stíga aðeins niður fæti í Glasgow áður en við héldum heim.
English version:
Five women in the Thingborg handcraft-group took part in a Grundtvig-program, supported by the EU. Lifelong Learning Programme (LLP) enables individuals at all stages of their lives to pursue stimulating learning opportunities across Europe. This programme was called ,,BOTH”, that is ,,Beauty of Textile Handiwork”. People from Scotland, Slovakia and Iceland took part and here are some pictures from the days we spent in Scotland in may 2013.

In Auchindrain.


In Dalmally.

Þórey and Harpa with Leslie.

Dinner in Auchindrain.

At the pub with our friends.

Maria from Slovakia.


Dóra and Harpa in Inveraray.

Tasting liqour from Slovakia.

On the way to the Isle of Mull.

Ardalanish weaving factory.

Scottish Highland bull.

Black sheep in Scotland.

In Ardalanish.

In Auchindrain.

Old methods.

Harpa and Martin in Auchindrain.