Slóvakía

 

Í júní 2014  fóru 7 Þingborgarkonur til Slóvakíu. Ferðin var hluti af Evrópuverkefni sem við tókum þátt í, sem var styrkt af Grundtvig-sjóði ESB. Verkefnið var skammstafað ,,BOTH“, eða Beauty of Textile Handiwork. Auk okkar og handverksfólks í Slóvakíu, voru einnig þátttakendur frá Skotlandi, þeir hinir sömu og voru með okkur er við fórum þangað.  Markmið verkefnisins var að miðla þekkingu á handverki milli þessara landa og efla með þáttakendum sjálfstraust til að koma sér á framfæri og kynna sitt handverk.

Flogið var til Berlínar og þar eyddum við hálfum degi áður en við flugum til Kráká í Póllandi, en þá var eftir 3-4 tíma rútuferð til Slóvakíu, bæjar sem heitir Svidnik, en þar gistum við þá daga sem við vorum í Slóvakíu.  Við vorum á námskeiðum í nálægum bæ sem heitir Stropkov, einnig í litlum bæ sem heitir Vápenik. Auk þess sem ferðast var með okkur vítt og breitt, m.a. til borgarinnar Michalovce, sem er frekar austarlega í landinu, ekki langt frá landamærunum að Úkraínu. Þar vorum við viðstaddar opnun sýningar eins af þátttakendunum í þessu verkefni, Emiliu frá Slóvakíu sem notar ull sem sinn aðal efnivið, auk þess sem hún smíðar skartgripi úr silfri. María er önnur kona úr hópnum í Slóvakíu og býr í Stropkov,  hún opnaði einnig sýningu á sínum verkum, hún prjónar bæði og heklar, auk ýmiss annars. Það að þessar konur héldu þessar sýningar, sýnir ljóslega hvað þetta verkefni gerði fyrir þær, sjálfstraust þeirra jókst og þær þorðu að stíga fram og kynna sín verk.

Þessi ferð hafið mikil áhrif á okkur. Þarna kynntumst við allt annarri menningu en við erum vanar og upplifðum skemmtilega hluti. Fólkið var vinsamlegt og landið fallegt. Ferðin endaði síðan í Kraká þar sem við dvöldum í 2 daga áður en haldið var heim.

English version.

Seven women in the Thingborg handcraft-group took part in a Grundtvig-program, supported by the EU. Lifelong Learning Programme (LLP) enables individuals at all stages of their lives to pursue stimulating learning opportunities across Europe. This programme was called ,,BOTH“, that is ,,Beauty of Textile Handiwork“. People from Scotland, Slovakia and Iceland took part and here are some pictures from the days we spent in Slovakia in June 2014.

Breakfast in Berlin
Morgunverður í Berlín samanstóð af jarðarberjum og léttvíni… Breakfast in Berlin, strawberries and wine…
Thingborg in Berlin
Brandenburgarhliðið í morgunsárið. In Berlin.
Woolen goods
Opnun sýningar á verkum nokkurra kvenna í BOTH-hópnum í Stropkov. Opening of an exhibition in Stropkov.
Both
Terta skreytt með fánum þátttökuþjóða í verkefninu, ,,Beauty of Textile Handiwork.“ Hún rann ljúflega niður.
Travelling
Morgunganga í Svidnik, Magga og Dóra. Beautiful morning in Svidnik.
Sewing and learning
Liz Gaffney frá Skotlandi lærir að gimba hjá Maríu Vesela. Maria teaching Liz from Scotland how to crochet.
Thingborg
Hópurinn samankominn fyrir framan styttu af Andy Warhol, en hann er ættaður frá Medzilaborce í Slóvakíu. In Medzilaborce in Slovakia, where the parents of andy Warhol came from.
Travelling
Á ferðalagi; Hildur, Dóra, Martin og Miró. In the countryside.
Friends
Yfirgefnir skriðdrekar eru minnismerki úr seinna stríðinu, eru enn þar sem þeir voru skildir eftir. Vicky, Graham og Stephanie frá Skotlandi og Martin frá Englandi. Russian tanks since World War2.
Thingborg
Kvöldganga í Svidnik. Magga, Dóra, Þórey og Adda. Evening walk in Svidnik.
Wedding
Brúðkaup í Stropkov. Þessi voru einnig með okkur í Skotlandi og við fengum að vera viðstaddar brúðkaup þeirra. Þau eru í þjóðbúningum síns hérðas. Þau saumuðu þá sjálf. Wedding in Stropkov. The couple are wearing national costumes of their region. They were also with us in Scotland.
Woolen goods
Skreytingakennsla í Vápenik. Cake decoration.
Travelling
Hér eru Graham og Martin í félagsskap nokkurra heimamanna. Martin and Graham in company with three men from Slovakia.
Sewing samples
Saumaskapur sem við lærðum. Sewing technique.
Sewing
Nicola kenndi okkur saumaaðferð sem við höfðum ekki séð áður, Þórey, Miró, Nicola og Harpa. Nicola teaching sewing technique we had never seen before.
Woolen goods
Hluti sýningar Emilia Rudinkova í Michalovce, hún notar ull og efni og þæfir, allt mjög fallegt. A part of an exhibition in Michalovce, Emilia Rudinkova is using wool and other material in her work, very beautiful.
Icelandic wool
Vínsmökkun í kjallara gamals kastala í Michalovce. Wine testing in an old castle in Michalovce.
Handspun
Magga var sett í að spinna upp á gamlan máta á safni í Michalovce. Magga spinning hemp in a museum in Michalovce.
Wool product
Á götu í Michalovce, Dóra, Magga og Vicky. In Michalovce center town.
Thingborg
Alla og Harpa á veitingahúsi í Kraká, þar sem ferð okkar endaði. Alla and Harpa in a restaurant in Krakow, in the last days of our journey.