Kembivélin

Sérstök kembivél var smíðuð vestanhafs fyrir íslensku ullina. Vélin hefur reynst frábærlega og er drifkrafturinn í starfseminni enn þann dag í dag. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkti vélarkaupin.

Vélin er tvíþætt, skiptist í tætara sem grófvinnur ullina sem er þvegin varlega til að halda í sér nokkru af ullarfitunni. Síðan fer ullin á færiband og rennur gegnum valsa sem verða að vera stórir vegna háralengdarinnar. Þar er ullin fínkembd og litir blandaðir ef vill og skilar vélin henni sem flötum lengjum (kembum) eða í þumalþykkum strimlum (lyppum).