Langþráðakeppni

Þessi keppni snýst um að spinna sem lengstan þráð úr 2 g af ull. Þetta er einstaklingskeppni og hægt að spreyta sig á henni hvenær sem er. Henni er þó ævinlega haldið á lofti á meðan héraðshátíðin Fjör í Flóanum stendur yfir síðustu helgina í maí. Núverandi methafi er Þórey Axelsdóttir og metið er 48 m.

Ull er afar breytilegt efni og árangurinn er vissulega undir því kominn. Þegar spinna skal svona fínt er því mikilvægt að nákvæmlega sé mælt og unnið sé úr sömu ull sem tekin er á sama stað úr sama reyfi.