Sauðkindin

Íslenska sauðféð heitir á fræðimáli Ovis brachyura borealis – það er frumstætt að byggingu, með grófa ull líkt því fé sem lifði áður á skosku heiðunum og á úteyjum Bretlands og í Noregi. Þetta er harðgerður, háfættur og nægjusamur stofn, oft hyrndur. Hann finnst enn utan Íslands í Norður- Evrópu á stöku stað og eins hefur hann á seinni árum verið ræktaður upp í Norður-Ameríku.

Nokkrum sinnum hefur verið reynt að kynbæta féð hér á landi en það hefur nær Reykjaréttirundantekningarlaust gefist afar illa. Kláði, riða og mæðuveiki hafa borist hingað í kjölfar slíkra tilrauna. Innlendar kynbótatilraunir hafa hins vegar haft margvísleg áhrif.

Við hefðum vart lifað af í landinu án sauðkindarinnar – miklu frekar að hún hefði komist af án okkar. Menningin er samofin eltingaleiknum við féð. Talið er að norskir forfeður okkar hafi komið með féð.

Varla hafa menn komið með mikið af búpeningi á opnum skipum en Björn Þorsteinsson sagnfræðingur bentir á að fé fjölgi sér nokkuð hratt, ef því er ekki slátrað og það étið og tíu ær geti á tuttugu árum orðið að 8000 fjár, jafnvel með nokkrum afföllum. Nóg var af fugli og fiski og nautgripum til matar og sauðfé að öllum líkindum ræktað fyrir ullina lengi framan af. Svo er mögulegt að írskir forfeður okkar hafi verið komnir hingað á undan og þeir hafi átt fé, sem norskir forfeður okkar hafi að víkingasið síðan kallað sitt. Talið er að Írar hafi flutt sauðfé til Færeyja þegar um árið 700 til ullarframleiðslu og því þá ekki hingað?

Ísland hefur að líkindum verið gott sauðfjárland einkum inn til landsins við jaðar birkiskóganna. Talið er að Noregur sé mun erfiðara fjárland. Í dag er sagt að 30% afföll séu af fé, sem rekið er á fjall þar og stafi það bæði af rándýrum og skotgleði manna. Á Íslandi hefur fé um allar aldir verið markað og sleppt meira og minna lausu yfir sumartímann. Á haustin skyldi svo smala og um það þurfti að hafa samstöðu, svo kindin hefur frá alda öðli agað landsmenn til félagslegrar skipulagningar.

Ullin

Ullin er frumstæð rétt eins og féð. Hún lagar sig þó að loftslagi á hverjum stað. Fé af íslenskum stofni sem ræktað hefur verið í Norðurríkjum Ameríku verður t.d. ullarmýkra en á Íslandi. Ullin skiptist í tvennt, þel sem er mjúkt, tiltölulega stutt og tog sem er lengra og grófara og vex utan á þelinu enda hlutverk þess að veita burt snjó og bleytu. Þess utan geta í ullinni verið tvíklippur og gamall þófi ef illa hefur verið staðið að rúningu árið áður.

Nú, þegar fóður og fóðurvenjur hafa breyst og féð stendur inni mest allan veturinn, breytist ullin líka. Meðan fé gekk úti var það rúið eða ullin reytt af því um Jónsmessuleytið. Ull af kindum sem hafa staðið inni yfir veturinn er illnotanleg til handverks sökum þess að hún þófnar og verður fullt af mori. Eina nothæfa ullin til handverks er sú sem rúin er af sumarlömbum rétt áður en þau eru tekin á hús á haustin.

Sérkenni íslensku ullarinnar eru hinir mörgu litir. Það er tilhneyging hjá iðnaðinum að vilja fremur hvítar kindur því þá er auðveldara að stjórna framleiðslunni. Handverksfólk nýtir sér hins vegar allan litaskalann. Jóhanna Pálmadóttir handverkskona á Akri segir að börnin hafi bjargað mislita fénu á síðustu öld. Þegar þeim var gefið lamb þá völdu þau ævinlega mislitu lömbin því þau höfðu ýmis séreinkenni og auðveldara að fylgjast með þeim.Grána með hrúta ???????????????????????????????

Ullarmat
Fyrsta flokks ull …