Vistvæn hugsun

Fjárrækt á Íslandi er vistvæn að miklu leyti. Ullar-framleiðslan er það einnig. En Þingborgarkonur láta sérþvo alla ull sem um húsið fer, líka þá sem notuð er til lopaframleiðslu í mildari sápu en venja er.

Litun er hvort tveggja kemísk og gerð með jurtalitum. Einnig þar eru vistvæn sjónarmið höfð að leiðarljósi. Sama má segja um framleiðslu prjónaðra og þæfðra vörutegunda. Ef við sjáum vistvænni leið er hún farin.