Halldóra

DóraHalldóra Óskarsdóttir
Ullarkjallari Dóru
Gsm;899-1719, netfang: dosk62@isl.is

Hvenær byrjaðir þú í Þingborg / handverki?
Ég byrjaði í Þingborg haustið 1993 og féll þá gjörsamleg fyrir þæfingu og hef síðan þá nánast bara verið með söluvöru úr þófa. Sótti námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands áður en ég byrjaði í Þingborg og lærði þá ; vefnað, fótvefnað, jurtalitun og tuskudúkkugerð.

Hvað framleiðir þú helst / hvað er vinsælast?
Ég framleiði jurtalitað band og skrautband sem er litað þingborgarband og eingirni.

Tekur þú að þér að gera eftir pöntun og þá hvað helst?
Það má alltaf prufa hvort maður sé tilkippilegur í svoleiðis.

Hér eru myndir af hluta þess handverks sem Halldóra fæst við.

Lopi sweaters
Lopapeysur með lituðu bandi frá Dóru.
Hand dyed yarn
Skrautband og jurtalitað band.
Hand dyed yarn
Bandpakkningar
Felted goods
Þæfðar vörur.