Halldóra

DóraHalldóra Óskarsdóttir
Ullarkjallari Dóru
Gsm;899-1719, netfang: dosk62@isl.is

Hvenær byrjaðir þú í Þingborg / handverki?
Ég byrjaði í Þingborg haustið 1993 og féll þá gjörsamleg fyrir þæfingu og hef síðan þá nánast bara verið með söluvöru úr þófa. Sótti námskeið hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands áður en ég byrjaði í Þingborg og lærði þá ; vefnað, fótvefnað, jurtalitun og tuskudúkkugerð.

Hvað framleiðir þú helst / hvað er vinsælast?
Mínar helstu vörur eru; þæfð sjöl, þæfðar tehettur og pressukönnuhettur, töskur/veski. Eein fyrsta varan sem ég gerði var poki utanum spilastokk sem þróast hefur í það að vera „kerti&spil“ þæft hulstur utan um jólasveinaspil og fylgja með þessu tvö lítil kerti. Selst þetta nokkuð vel allt árið og hefur gert allt frá því 1994.

Tekur þú að þér að gera eftir pöntun og þá hvað helst?
Það má alltaf prufa hvort maður sé tilkippilegur í svoleiðis.

Hér eru myndir af hluta þess handverks sem Halldóra fæst við.

Lopi sweaters
Lopapeysur með lituðu bandi frá Dóru.
Hand dyed yarn
Skrautband og jurtalitað band.
Hand dyed yarn
Bandpakkningar
Felted goods
Þæfðar vörur.