Þingborgarlopinn er einstakur, framleiddur úr sérvalinni lambsull, sem fær sérstaka meðhöndlun í þvotti og kembingu. Hann er í sínum náttúrulegu litum og þess vegna mýkri og meðfærilegri. Allar peysurnar í húsinu eru prjónaðar úr þessum lopa, sem og flest annað prjónles.
Þingborgarlopinn er aðeins fáanlegur í verslun Þingborgar.
Verð pr. kg. 8.700.-
Þessi sérstaka peysa hér á síðunni- sem kalla má Íslending – er hönnuð af Katrínu Andrésdóttur eftir ljósmynd af heimskautafaranum Knud Rasmussen frá um 1920.