Þæfðar vörur

Sjöl úr ull og silkiÞæfð epli frá ÞóreyTe- og pressukönnuhettur frá DóruÞæfing hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. Oftast er þæft úr lausri ull með sápu og heitu vatni en stundum eru prjónavörur þæfðar eða ofin stykki eins og siður var áður fyrr. Alls konar form og hlutir eins og töskur, treflar, hettur, húfur, vettlingar og veggstykki henta til þæfingar.

 

Kembd ull í breiðum og lengjum í ýmsum litum til þæfingar fást í versluninni.

Þæfingarnálar fást einnig  í versluninni.

Hér gefur að líta afar girnileg þæfð epli frá Þóreyju Axelsdóttur, þæfðar te- og pressukönnuhettur frá Dóru Óskars og undurfalleg sjöl þæfð úr merino-ull og silki, þau eru eftir Önnu Baldvinsson.