Nýtt útlit verslunar/ New look on the shop

Verslunin hefur fengið andlitslyftingu síðustu vikur. Nú er allt okkar band komið upp á vegg í stað þess að liggja í hillum. Nú er það mun sýnilegra og aðgengilegra.

Our shop has gone through renovation the last weeks and now the yarn is more accessible and is very beautiful on the walls. All our coloured yarn is hand dyed, most of it is naturally dyed, but we also have decorative yarn dyed with acid colours.

Icelandic wool
Litað Þingborgarband
Hand dyed yarn in shop

Ný sending af spunavörum

Við erum nýbúnar að fá sendingu frá Louet í Hollandi, rokka, kamba og ýmsa fylgihluti, snældur í mörgum stærðum og fl. Ódýrasti rokkurinn er S 17 og kostar hann kr. 45.000- Verð á rokkum og fylgihlutum hefur lækkað mikið og nú er um að gera að nota sér það ef til stendur að fá sér rokk.

S 17 er með einu fótstigi, en er engu að síður mjög þægilegur. Olivia er kannski fallegasti rokkurinn og ljúft að spinna á hann eins og alla hina raunar. S 10  og Victoria hafa þann kost að hægt er að skipta út móðurstykkinu, hægt að fá þá bæði með Irish Tension og Scotch Tension, sem gefur meiri möguleika. Allir nema S17 eru með tveimur fótstigum, sem er óneitanlega þægilegt. Öllum rokkunum fylgja þrjár snældur og standur fyrir þær.

Svo eigum við Schacht-rokkinn, hann er algjör draumur en er dýrari kostur. Rokkurinn sem við eigum á lager heitir Flatiron spinning wheel og hann kostar kr. 149 000-.  Sjá www.schachtspindle.com

Wool sweater
S 10 kostar 84.500-
S17
S 17 kostar 45.000-
s80-olivia-louet
Olivia kostar kr. 89.000-
Victoria
Litli Victoria kostar kr. 93.000-