Vefsíðan vígð

Spunakvöld að Jaðri á Selfossi 9. febrúar.

Nýja vefsíðan formlega opnuð en hún er gerð af Öldu og Völundi.

Spunnið og skálað í tilefni af 20 ára afmæli Þingborgar.

Þingborg 20 ára

Þingborg ullarvinnsla var stofnuð árið 1991 og er því 20 ára á þessu ári.

Við byrjum afmælisárið á því að opna nýja vefsíðu og vonum að okkur takist að spinna hana og prjóna og þæfa vel svo hún þjóni tilgangi sínum vel.

Fleiri viðburðir verða á afmælisárinu og hér verður hægt að fylgjast með þeim.

Myndin hér til hliðar var tekin á 10 ára afmælishátíðinni.