Aðalfundur Þingborgar svf verður fimmtudaginn 4. júní kl. 15.30 í Gömlu Þingborg. Venjuleg aðalfundarstörf. Á næsta ári verða 25 ár frá því ullarverslunin var opnuð í Gömlu Þingborg og af því tilefni er í bígerð að fara í afmælisferð út fyrir landsteinana. Það ásamt öðru verður líka rætt á fundinum. Fjölmennum á aðalfundinn á fimmtudaginn, en allar götur frá því félagið var stofnað, hefur verið hittst nánast alla fimmtudaga og það er alltaf jafn endurnærandi og eflir andann.
Fjör í Flóa.
Helgina 29-31. maí verður Fjör í Flóa og þar tekur Ullarvinnslan í Þingborg fullan þátt. Laugardag og sunnudag verður litun, spuni, kynning á nýjum lopapeysumynstrum frá Þingborgarkonum og fl. Það verður opið 10.00-16.00 alla dagana, full búð af fallegu ullarhandverki, einstakt peysuúrval.
Ný mynstur verða kynnt og hér sjást tvö þeirra. Þau eru bæði eftir Anne Hansen og eru útfærð af Margréti Jónsdóttur.
Nýjar peysur í úrvali. Great selection of sweaters in Þingborg.
Nýkomin sending af peysum, úrvalið hefur aldrei verið meira í versluninni, sjón er sögu ríkari. Nánari upplýsingar um peysurnar er að finna á facebook/thingborgull
We offer a great selection of lopi-sweaters in our shop in Þingborg. 25 new sweaters today, new patterns and new designs. Further information about the sweaters are on facebook/thingborgull.
Úrval af fallegri prjónavöru.
Það er frábært úrval af vörum í Þingborg, alltaf eitthvað nýtt að koma, alltaf nýjar myndir á facebook síðunni, sjá tengil hér á síðunni. Lítið við, það er opið fimmtudaga, föstudaga og laugardaga, sjá opnun hér á heimasíðunni og á facebook-síðu okkar.
We have a great selection of fabulous wool products, always something new each week. Open Thursdays, Fridays and Saturdays, read about our opening time here on the website and on facebook/thingborgull

Knitting and crochet kits

Felted apples

Great selection of sweaters

Socks, thick and warm

Plant dyed wool yarn

Hand spun yarn